Skilmálar

Þegar þú skráir þig í Edrúaráskorunina biðjum við þig um nafn, netfang, símanúmer og uppáhalds kokteil. Þessar upplýsingar notum við til að senda þér upplýsingar um fróðleik, fræðslu, kokteilauppskriftir og fleira í tengslum við Edrúar. Símanúmerið notum við til þess að hafa samband við væntanlega vinningshafa.

Eftir Edrúaráskorunina eru þáttakendur skráðir á póstlista hjá Akkúrat. Þar sendum við fréttir og fróðleik einu sinni í mánuði um 0% vörur. Í hverju fréttabréfi drögum við einn vinningshafa sem fær SMAKKPAKK frá Akkúrat með vörum Akkúrat. Einstaka sinnum sendum við fréttir og tilkynningar með textaskilaboðum. Upplýsingar um uppáhaldskokteil þáttakenda eru notaðar til þess að halda utan um tölfræði. Upplýsingum um uppáhaldskokteil er ekki deilt með þriðja aðila.

Til þess að skrá þig af lista og óska eftir að upplýsingum sé eytt getur þú hringt í 5788320 eða sent tölvupóst til hallo@akkurat.is – í kjölfarið verður gögnum eytt innan við 48 klukkustunda.

Við notum upplýsingarnar sem við söfnum til að senda þér fréttir, uppskriftir, fróðleik og til að láta þig vita af vinningum. Þú getur hvenær sem er óskað eftir að upplýsingar þínar séu fjarlægðar af póstlistanum.